20. júní 2006  #
Bílamálin

Elsku bíllinn okkar fór í viðgerð í gær eftir hörmungarnar um daginn. Sem betur fer, var tryggingafélagið ekki með nein leiðindi og samþykkti að borga viðgerðina á bílnum til fulls. Minna finnst manni það varla geta verið þar sem við vorum nú í fullum rétti, en það er víst best að prísa sig bara sælan.

Við fengum í staðinn bílaleigubíl sem við höfum þar til glæsibíllinn okkar snýr aftur. Mitsubishi Colt var það heillin og með þeirri leiðinlegustu sjálfskiptingu sem ég hef nokkurn tímann rekist á! Þetta er þessi nýja sjálfskipting sem á að eyða minna og bla bla bla. Veit ekkert um það, en veit bara að það er ömurlegt að keyra apparatið. Hlakka mikið til að fá elsku Chickomobilinn minn tilbaka!

 

Uppfært 21. júní:
Aldrei að hrósa happi of snemma. Viðgerðin er víst dýrari en þeir áætluðu svo að þeir eru búnir að afturkalla allt saman hjá VÍS...

Finnum nánar út úr þessu rugli á morgun :( 

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
20. júní 2006 15:09:43
Híhí, þetta verður þá kannski til þess að þú verður ekki á bíl í kvöld....!
Þetta lagði Rakel í belginn
20. júní 2006 15:46:58
Ætla einmitt að nota Helgu blessaða sem driver ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum