30. júní 2006  #
Vikan mín

Svona er þetta alltaf þegar það er nóg spennandi að gerast - þá gef ég mér ekki tíma til að blogga. Þá finnst mér allt svo merkilegt að ég ætla sko að gefa mér góðan tíma til að skrifa um það... og skrifa svo ekki neit... ;)

--- o -- O -- o ---

Síðastliðinn föstudag, nánar tiltekið þann 23. júní, var árshátíð Klúbbsins og Assa haldin með pompi og prakt. Árshátíðarnefndin sló algjörlega í gegn, með skemmtilegum leikjum, flottum skreytingum, bragðgóðum staupum og öllu tilheyrandi. Skvísurnar náðu meira að segja að útvega sólstrandarveður frá æðri máttarvöldum auk þess að þær náðu fram því kraftaverki að allur hópurinn fór saman á djammið niðri í bæ, engin á bíl! Assi var því miður fjarri góðu gamni (a.m.k. fjarri okkar gamni) en hann var að sóla sig úti í löndum. Við verðum bara að endurtaka djammið á Sólon síðar í sumar!

Ég klappa nefndinni mikið lof í lófa og bíð spennt eftir næstu árshátíð!

--- o -- O -- o ---

Daginn eftir tók ég rútuna frá BSÍ yfir á Selfoss þar sem Magnús og Haukur sóttu mig á nýju minirútunni. Ferðinni var heitið í Sælukot þar sem við áttum einkar ánægjulega helgi sem teygðist fram á mánudag. Fyrsta skipti síðan 2004 sem ég gisti í Sælukoti en vegna framkvæmda í bústaðnum hef ég ekki komist þangað nema í dagsferðir um verslunarmannahelgi.

Góða veðrið frá því á árshátíðardeginum hélt sig áfram hjá okkur þó það hafi reyndar farið að rigna á mánudeginum. Dugnaðurinn var mismikill hjá okkur (a.m.k. mismunandi) en meðan þau gróðursettu tré og klipptu runna þá las ég megnið af bókunum sem ég hafði meðferðis. Algjör letingi, ég veit, en maður er nú í sumarfríi og svoleiðis... ;)

--- o -- O -- o ---

Ég sagði þó ekki alveg skilið við Sælukot að sinni, en við Helga og Rakel héldum síðan þangað í dagsferð á miðvikudeginum ásamt krílunum þeirra, þeim Elmari Loga og Júlíu Rósu. Við náðum með herkjum að troða okkur í einn bíl og ég er ekki frá því að ég hafi einfaldlega minnkað eitthvað eftir setuna milli barnabílstólanna aftur í ;)

Veðrið var nú ekkert að leika við okkur. Á leiðinni austur hrelldi sólin okkur og reyndi að steikja okkur inni í bílnum, en uppi í bústað lét hún sig algjörlega hverfa og við fengum rigningu í staðinn. En við létum það nú ekkert á okkur fá og fengum okkur göngutúr yfir í sandhólana.

--- o -- O -- o ---

Í gær skruppum við Imba og Helga Sigrún að skoða nýja prinsinn hennar Hildu. Eins og alltaf þá var mjög seðjandi að koma til hennar Hildu ;) Við höfðum með okkur brauð og rækjusalat, en Hilda var auðvitað sjálf með veitingar sem hefðu sómt sér vel í hvaða veislu sem er, ljúffengt kjúklingasalat og ostaköku sem ég held að ég hafi örugglega borðað alla ein... a.m.k. var ég dugleg að fá mér ;)

Litli prinsinn er auðvitað ósköp sætur og fínn, rétt eins og stóri bróðir sinn :) Ég tók nokkrar myndir, en er að fatta það núna þegar ég set þær inn á netið, að ég gleymdi alveg að taka mynd af mömmunni sjálfri!

--- o -- O -- o ---

Og þá er dagskrá liðinnar viku upptalin :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
3. júlí 2006 23:21:30
Vóooó! Það er bara eins og minn hafi verið í sæluskapi allan tímann í Sælukoti!!!
Takk fyrir ferðina!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum