10. júlí 2006  #
Annar í afmæli ;)

Við Jói áttum eins árs brúðkaupsafmæli í gær og gerðum okkur smá dagamun eins og fram kemur hér, en við horfðum á fótbolta og tölvuteiknaða bíla, borðuðum kínamat og lágum í leti.

Í dag höfðum við hins vegar allan heimsins tíma, Jói tók sér frí úr vinnunni og við lékum túrista í Reykjavík. Við byrjuðum á því að fara á Landnámssýninguna sem er að finna undir Hótel Reykjavík Centrum. Flott sýning og skemmtileg uppsett.

Röltum síðan aðeins um miðbæinn, fengum okkur langlokur á Hlölla-bátum og skoðuðum ljósmyndasýninguna á Austurvelli áður en við hoppuðum aftur upp í bíl og færðum okkur yfir í Perluna. Þar gengum við í gegnum Sögusafnið með góða leiðsögn í heyrnartólum. Kom mér á óvart hversu flott safnið eiginlega er - mjög áhrifamikið og flott. Vaxmyndirnar virkilega eðlilegar - ég starði lengi í augun á þeim og beið eftir að þær blikkuðu og skammaðist mín hálfpartinn, því það er jú dónalegt að stara á annað fólk... Brá reyndar svolítið þegar ég tók eftir því að Snorri Sturluson andaði.

Eftir þetta vorum við orðin pínu lúin í löppunum og fórum heim. Endurhlóðum batteríin og mættum síðan kl. sjö á Argentínu þar sem við fengum himneskan mat, enda ekki við öðru að búast af snillingunum þar.

Frábær dagur! Bíð spennt eftir næsta brúðkaupsafmæli ;) 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
11. júlí 2006 20:19:43
Til hamingju
Til hamingju turtildúfurnar mínar. Það má nú segja að þið hafið gert ykkur glaðan dag á mjög svo menningarlegan hátt. Ég segi nú bara enn og aftur TIL HAMINGJU.
Þetta lagði Mamma/tengdamamma í belginn
11. júlí 2006 21:10:15
Congrats
Til hamingju með ársafmælið elskurnar mínar. Og takk fyrir vöfflurnar um daginn....ekki amalegt að eiga ykkur fyrir nágranna ;)
Kv úr eyjum
Helga
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
11. júlí 2006 23:17:35
Hamingjuóskir
Eitt kerti, peitt perti, vittí vattí veitt vertí.
(Texti úr gömlu korti sem ég sá fyrir margt löngu)

Til lukku með fyrsta árið í hjónabandi!

Kveðja, Rakel.
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum