25. september 2006  #
Landafræðileg mistök

Við Sigrún ætlum að skella okkur í leikhús þann 6. október til að sjá Sitji Guðs englar. Ég hlakka mikið til enda voru bækurnar sem leikritið er byggt á í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var yngri.

Miðana þarf ég svo að sækja núna fyrir föstudaginn og til að vera viss um að það gleymist ekki þá bað ég Jóa að skutla mér í leikhúsið í dag til að sæka miðana. Hann beið samviskusamlega úti í bíl meðan ég stökk inn til að sækja miðana.

Ég kom í anddyrið og sagði manninum í afgreiðslunni að ég væri komin til að sækja tvo miða sem ég ætti frátekna á Sitji Guðs englar þann 6. október. Hann fékk kennitöluna mína og byrjaði að leita. Eitthvað gekk leitin samt erfiðlega og hann spurði mig hvort ég hefði ekki örugglega sagt "miða á Viltu finna milljón". Nei nei, sagði ég, miðarnir eru á Sitji Guðs englar. Enn jókst áhyggjusvipurinn á piltinum og hann sagðist ekki alveg kannast við nafnið á sýningunni.

Á sama augnabliki varð mér litið á merkið neðst á horni gjafakortsins sem ég var með í höndunum og ég velti því fyrir mér í skyndi hvort ég ætti að hlaupa út eða láta mig síga á einhvern undraverðan hátt í gegnum gólfið.

"Æ, afsakaðu," stamaði ég vandræðalega út úr mér áður en ég hrökklaðist út aftur. "Ég er víst á vitlausum stað."

Ég komst sem sagt að því í dag að maður græðir lítið á því að fara í Borgarleikhúsið til að sækja miða á leiksýningu sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu...

Prófum aftur á morgun.


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
25. september 2006 21:19:00
Þú ert nú meiri kerlingin!!! Það verður þá bara enn skemmtilegra á sýningunni- enda nokkur fyrirhöfn að sækja miðana:)
Þetta lagði Sigrún í Mosó í belginn
25. september 2006 21:59:43
Ég hugsaði líka með mér að það var ágætt að ég gerði þessi mistök núna en ekki þegar ég væri að mæta á sýninguna... það væri nú frekar fúlt að missa af öllu saman af því maður væri að þvælast uppi í Borgarleikhúsi! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
26. september 2006 00:05:57
O hvað það verður gaman hjá ykkur:) Það er alltaf skemmtilegast að fara á barnaleikritin.Annaððhvort hef ég ekki þroskast upp úr því að vera barn eða er orðin svo gömul að ég er orðin að barni aftur. Ég veit ekki hvort heldur er, en gaman er það.
Þetta lagði Mamma í belginn
26. september 2006 09:20:51
Sniðugt!
Þetta líst mér vel á hjá ykkur vinkonum! :D Það er svo gaman að fara í leikhús og sérstaklega þegar það er eitthvað verk sem maður hefur tengingu við.

Ég las nú ekki svo mikið sem krakki - las bara aftur og aftur sömu bækurnar því ég vissi að mér þætti þær skemmtilegar (já alltaf on the safe side...) svo ég fór ekki í gegnum þesssa trílógíu hjá Guðrúnu Helga.

Ég væri samt til í að sjá aftur leikritið "Óvitar" sem ég fór á með Sigrúnu systur í æsku. Það er eftir Guðrúnu líka og þar leika fullorðnir börn og börnin fullorðna....hrikalega fyndið!!!

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
26. september 2006 14:37:49
...
...alveg spurning að setja þetta í Henríettubankann, svona upp á næsts árs Edduna.. híhí
Þetta lagði Marta í belginn
26. september 2006 14:56:15
Já, maður verður nú að koma með framlag í Eddu-tilnefningarnar, Marta mín ;)

Og Stefa, mikið tek ég undir þetta með þér! Óvitar var æðislegt leikrit! Rakst einmitt á gömlu leikskrána um daginn og rifjaði þetta upp. Ætli það sé ekki til nein upptaka?
Þetta lagði Sigurrós í belginn
26. september 2006 19:23:05
Ég vissi ekki einu sinni af þessu leikriti, ætla sko pottþétt enda voru bækurnar hennar Guðrúnar í algjöru uppáhaldi hjá manni!
Þetta lagði Jóhanna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum