10. janúar 2007  #
Í draumalandinu

Ég fór til Jakobs sjúkraþjálfara í dag, í fyrsta sinn í meira en ár. Mjóbakið oft að bögga mig á kvöldin eftir því sem vömbin stækkar og þá er um að gera að fara til Jakobs töframanns. Það var yndislega ljúft að liggja fyrst í hálftíma á undan nuddinu með heita bakstra á bakinu og hálsinum og undirrituð sofnaði að sjálfsögðu eins og vanalega :) Rétt eins og ég sofna á þessum 15 mínútum þegar við slökum á í meðgöngujóganu...

Það þarf greinilega ekki svo mikið til að svæfa mig - ég fyllist meira að segja af einstakri værð og þarf að berjast við að halda augunum opnum ef ég þarf að bíða eftir tannlækninum mínum eftir að ég sest í tannlæknastólinn. Og tannlæknaheimsóknir eru þó ekki með því skemmtilegasta sem ég geri...


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
10. janúar 2007 23:29:28
haha í alvöru nærðu að sofna í slökuninni!! Brill!! ég fer alltaf óvart að hugsa of mikið :D Í síðasta tíma sparkaði barnið líka svo mikið að ég var eiginlega búin á því eftir á :D
Þetta lagði Halla í belginn
10. janúar 2007 23:32:56
Njóttu þess að sofa í slökuninni...meðgöngujóga er víst eina jógað þar sem maður má sofna....!
Þetta lagði Rakel í belginn
11. janúar 2007 16:39:06
Hahah mikið skil ég þig vel. Ég sofna einmitt alltaf á svona stundum og hef mestar áhyggjur af því að slefið leki niður á gólf því slökunin er svo mikil! Hef reyndar ekki sofnað í tannlæknastól hingað til ...en hver veit?

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
11. janúar 2007 20:18:51
Í síðasta jógatíma sofnaði ég svo fast í þessari ca 15 mín slökun að mig dreymdi alls konar rugl og þegar ég vaknaði þá eiginlega brá mér þegar ég sá hvar ég var - ég var búin að gleyma því að ég væri í jóga...
Kannski maður sé bara ekki alveg í lagi ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
12. janúar 2007 09:59:17
Njóttu þess!! Það eru mjög fáir sem hafa þessa HÆFILEIKA! Flestir eru svo útúrstressaðir að þeir ná ekki svona slökun....
Þetta lagði margrét arna í belginn
12. janúar 2007 19:34:32
Það sem ég væri til í að hafa fengið þó ekki væri nema pínulítið af afslöppunargenum : ) Fer ört að líkjast móður okkar í svefnmynstrinu, skoða húsið að næturlagi og er óralengi að sofna!!!
Kv
"afslappaða" systirin
Þetta lagði Systir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum