13. janúar 2007  #
Jóga í snjónum

Var snemma á ferðinni í meðgöngujógað - þorði ekki öðru þar sem jörðin var þakin þykku lagi af snjó. Elskulegur eiginmaður minn fór út og skóf bílinn og mokaði bílastæðið og gangstéttina meðan ég fór í sturtu, svo að ég lenti ekki í neinum vanda við að komast í bílinn :) Hins vegar var bílaplanið við Lótusjógasetrið hálfófært enda enginn hugulsamur búinn að moka burtu snjónum þar.

Þar sem ég var komin snemma þá settist ég frammi og las fæðingarsögur sem liggja þarna í möppu. Var mjög kát að finna fæðingarsöguna hennar Rakelar , en hún var einmitt í jóga hjá Auði áður en hún átti Elmar Loga. Og Rakel mín, það var virkilega gaman að lesa söguna þína! :) En Helga, varst þú ekki líka í jóga? Ég fann enga sögu frá þér...?


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
15. janúar 2007 13:29:43
júbb það passar
Ég var í jóga hjá Auði en sendi enga fæðingarsögu þar sem mín fæðing gekk nú ekki vel...vildi ekki vera að hræða aðra ;) En þrátt fyrir brösulega fæðingu þá hjálpaði jógaöndunin mér mjög mikið :)
kv
Helga Sigrún
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
15. janúar 2007 19:11:13
Helga Sigrún, ég var ekki búin að fatta að þú hefðir verið þarna líka - á alveg eftir að yfirheyra þig nánar um hvernig þú fílaðir jógað hjá Auði :) Var sko að skamma aðra Helgu fyrir að hafa ekki sent inn fæðingarsögu ;) En skil nú svo sem að þú hafir ekki viljað hræða vesalings óléttu konurnar - þó það sé nú líka vissulega hollt að heyra erfiðu sögurnar líka ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum