14. janúar 2007  #
Bumbusýning

Það er örugglega þrælfínt fyrir egóið, að ókunnugir karlmenn dáist að maganum á manni á almannafæri.

Og það er ekki síður skemmtilegt þegar umræddur magi veldur athygli vegna þess að í honum hvílir lítið ófætt kríli og ókunnugi karlmaðurinn er aðeins í kringum fjögurra ára gamall.

Við Stefa röltum um Smáralindina í dag og fórum meðal annars inn í skóbúð. Þar sat ca. fjögurra ára snáði ásamt pabba sínum og þeim stutta varð starsýnt á framstæðan magann á mér. Hann sneri sér síðan að pabba sínum og sagði: "Sjáðu magann á þessari!"

Ég flýtti mér að taka upp næsta skópar og rannsaka það nánar til að fara ekki að flissa. Mér fannst þetta svo sætt :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
14. janúar 2007 22:50:53
Frábært, sé feðgana fyrir mér - sennilega pabbahelgi!

Svo fer að koma sá tími þegar enginn horfir framan í þig um leið og heilsað er - bara á magann! Það er nú nauðsynlegt að hafa húmor fyrir því líka!!
Svo kemur stigið þegar allir segja þér allt í einu hvað þú sért orðin "myndarleg".....eins og þú hafir ekki verið það áður!!!!
Gaman að þessu!
Þetta lagði Rakel í belginn
15. janúar 2007 10:15:02
Bara krútt.. En mér finnst ekki sætt þegar fólk segir "rosalega ertu orðin feit"... mér finnst ég bara ekkert feit, þó maginn standi út í loftið ;) Ég hélt að svona væri bannað!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
15. janúar 2007 10:31:00
Ég fór einu sinni í sund og þar var lítill snáði með ömmu sinni. Hann hrópaði hátt amma afhverju er þessi kona svona feit!!!
Frekar fyndið;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
15. janúar 2007 23:21:06
Algjört yndi :)
Þetta lagði Eva í belginn


Sunnudagsveikin

Fleiri en ég sem kannast við svona daga? :)

Sunnudagsveikin


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14. janúar 2007 22:47:35
Svona er þetta allavega hjá okkur- eitt kallar á annað!!!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum