21. janúar 2007  #
Gott í vændum

 Ég fékk ansi skemmtilegt tilboð í gær. Theó og Elva fengu þá snilldarhugmynd að koma og heimsækja mig þegar ég verð orðin afvelta af óléttu og við gætum horft saman á Pride and Prejudice. Ég er að sjálfsögðu til í tuskið og bíð því í ofvæni eftir að verða afvelta :) Þessir þættir eru ein sú mesta snilld sem ég hef séð og það er að sjálfsögðu toppurinn að horfa á þá með tveimur af aðalaðdáendunum. Og bara til að hafa það á hreinu, þá erum við að sjálfsögðu að tala um rúmlega 5 klukkutíma Colin Firth útgáfuna frá 1995 en ekki myndina sem kom út á síðasta ári!

Svo var ég líka að segja við Jóa í dag að mig langaði til að horfa aftur frá upphafi á Star Trek: Deep Space Nine og Star Trek: Voyager og sé fyrir mér að það væri stórsniðugt að ráðast til atlögu við aðra hvora seríuna í lok mars þegar ég hef störf sem einkamjólkurbú. Nú er bara spurningin hvar ég næ að redda mér þáttunum, nenni eiginlega ekki að fara á videoleiguna á hverjum degi til að ná í nýja þætti og skila. Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að meðal þeirra sem lesa bloggið mitt, leynist margir Trekkarar - en ég ætla samt að prófa að varpa hér fram þeirri spurningu hvort einhver ykkar eigi eitthvað af þessum þáttum og sé til í að lána mér.

Live long and prosper!

 

 


Leggja orð í belg
8 hafa lagt orð í belg
21. janúar 2007 20:46:54
Hæhæ,

við skulum athuga hvað hægt er að gera í stöðunni - ég hef mína resource-a án þess að ég segi meir.

Kipptu flakkaranum með á föstudagskvöldið ;o)

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
21. janúar 2007 20:51:54
Ohhh ég má líka koma í pride afveltuna :) þrái alveg að fara að horfa á þættina, hef ekki gert það núna síðan ég var sjálf afvelta ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
21. janúar 2007 21:58:30
Að sjálfsögðu ertu velkomin með, Jóhanna mín :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
21. janúar 2007 22:03:38
Alltaf hægt að treysta á þig til að redda málunum, Stefa mín ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
22. janúar 2007 13:40:59
Því miður get ég ekki hjálpað þér með star...dótið þarna hehe ;).. EN láttu vita UM LEIÐ og þú verður afvelta!!! Þá komum við bruuunandi víhí.
Þetta lagði Theó í belginn
22. janúar 2007 19:36:14
Ó þú ert svo einhverfulega klofinn persónuleiki!!!!
Star trek, Pride and P......, Bráðavaktin og Americans best top.....!!!!!???!!!

Úps! þetta fer út á alnetið.....
Þetta lagði Rakel í belginn
23. janúar 2007 15:05:36
Star Trek !!!!!!!!!!
Ég skil vel þetta með Bráðavaktina, Top model og Collin Firth en þetta Star Trek dæmi hefur alltaf verið fyrir ofan minn skilning. Ég man ekki betur en þú hafi einhverntíman átt fjarstýringu sem leit út eins og geimskip úr Star Trek.
Alltaf þykir mér nú samt vænt um þig alveg eins og þú ert, þrátt fyrir allar sérviskurnar : )

Stóra systir (sem er nú reyndar minni)
Þetta lagði Guðbjörg í belginn
23. janúar 2007 15:23:14
Það passar þetta með fjarstýringuna (og á hana enn) og ertu búin að gleyma að ég átti (og á enn!) efri part af svona Star Trek-búningi? :) Ég held einmitt að þessi fáu "furðugen" frá foreldrum okkar hafi öll komið í minn hlut ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum