23. janúar 2007  #
Viltu gerast hármódel?

Stefa vinkona byrjaði af krafti í hárgreiðslunáminu í haust enda alveg ofsalega dugleg stelpa :) Nú á hún að mæta með hármódel með sér í skólann og er að leita að áhugasömu fólki með hár (jú það er víst skilyrði að vera með hár ;) ...) til að taka þátt.

Tímarnir eru kl. 13 - 17 eftir hádegið og reikna má með að 1 - 2 klst. fari í þetta.
Módelin þurfa að greiða um 1000 kr. fyrir efniskostnaði.

Á neðangreindum lista má sjá hvaða verkefni liggja fyrir í hverjum tíma. 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að stíga fram í sviðsljósið og hafa samband við skvísuna :)

Þriðjudagur
30. jan. 2007
Módel í skol og klippingu
Miðvikudagur 31. jan. 2007 Módel - permanent í stutt hár
Miðvikudagur 7. feb. 2007 Módel - 1-2 karlmenn í herraklippingu
Fimmtudagur
8. feb. 2007 Módel í daggreiðslu - rúllur í ömmusítt hár
Þriðjudagur
13. feb. 2007 Módel í klippingu og háralitun
Þriðjudagur
20. feb. 2007 Módel í klippingu og háralitun
Miðvikudagur
21. feb. 2007 Módel - permanent, frjálst
Miðvikudagur
28. feb. 2007 Módel - herraklipping
Þriðjudagur 6. mars 2007 Módel í klippingu, strípur og háralitun
Miðvikudagur7. mars 2007 Módel - permanent í sítt hár
Þriðjudagur13. mars 2007 Módel - frjálst
Miðvikudagur
14. mars 2007 Módel - herraklipping
Miðvikudagur 21. mars 2007
Módel - herraklipping
Fimmtudagur
22. mars 2007
Módel í daggreiðslu - rúllur í ömmusítt hár
Þriðjudagur 27. mars 2007 Módel - dömuklipping/litur/skol/strípur (eitthvað af þessu)
Miðvikudagur28. mars 2007 Módel - permanent í stutt hár
Miðvikudagur11. apríl 2007 Módel - permanent, frjálst OG Módel í herraklippingu
Fimmtudagur
12. apríl 2007 Módel í daggreiðslu - rúllur í ömmusítt hár
Þriðjudagur17. apríl 2007 Módel í klippingu, strípur og háralitun


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
23. janúar 2007 19:49:49
Maður ætti kannski að lána sig í daggreiðslu og rúllur í ömmusítt hár. Þá er bara spursmál hvað ömmur eru með sítt hár!?

Vinkona mín er til dæmis orðin amma og hún er með sömu sídd og ég!!??!!
Þetta lagði Rakel í belginn
23. janúar 2007 21:27:06
Ömmusíddin
Hahahaha....já það er þetta með ömmusíddina. Ég hugsa bara um ömmur mínar sem eru með nógu sítt hár til að koma rúllum í það en þó er það heldur í styttra lagi þegar á síddina er litið. Í rúllunum er miðað við að "ömmusíddin" sé ekki síðara en axlasítt hár.

En takk kærlega Sigurrós mín fyrir að auglýsa svona fyrir mig. Það verður spennandi að sjá hvort kjarkaðir leggja þetta á sig....hahahha :P

*Knús*
Hárgreiðslupían
Þetta lagði Stefa í belginn
24. janúar 2007 11:38:23
Þetta virkar!!
Elsku Sigurrós - heldurðu að þetta hafi ekki bara borið ávöxt! Þú munt a.m.k. eiga eina mjög svo hár-fagra vinkonu í byrjun mars :D

*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
24. janúar 2007 17:51:31
Bíddu, bíddu, nú er ég spennt... Ein af vinkonum mínum sem bauð sig fram? Hver hver? :) Ætlar Rakel að láta lita sig ljóshærða? Arna að fá permanentið? Hlakka mikið til að heyra meira :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum