28. janúar 2007  #
Vantar þig skrifborð?

Þá fer víst að líða að því að við þurfum að skapa smá pláss í aukaherberginu okkar til að koma fyrir skiptiborði og öðrum barntengdum hlutum. Skrifborðið sem ég keypti til að föndra á og setti þangað inn, á nú að leysa af borðið inni í vinnuherbergi (því það er eilítið stærra). Tölvumálin hafa líka verið endurskoðuð og nú verður hægt að föndra og tölvast inni í vinnuherbergi. Gamla borðið mitt sem hefur hingað til borið tölvuna, pappíra og fleira verður því kvatt með virktum og er því þökkuð dygg og góð þjónusta í gegnum tíðina.

Þetta er vandað og sterklegt beykiskrifborð og vel með farið. Málin á því eru 140cm x 64 cm (platan) og 72cm (hæðin). Engar skúffur eru á borðinu, en hægra megin höfum við fest lyklaborðsskúffu sem renna má undir borðið. Hana má þó auðveldlega skrúfa af, ef nærveru hennar er ekki óskað.

Nú er bara spurningin hvort einhver væri spenntur fyrir að eignast borðið góða fyrir 5000 kr. ? :)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
29. janúar 2007 11:10:35
Spennandi!
Hvenær ertu skráð? Farðu vel með þig. kv. frá frænku
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltadóttir í belginn
29. janúar 2007 17:39:51
Ég er sett 14. mars svo að það styttist í stóru stundina! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
30. janúar 2007 20:11:42
Hæhæ,

ég held að þó ég myndi vilja af góðum hug losa ykkur við skrifborðið góða þá kæmi ég ekki fleiri húsgögnum inn í íbúðina ;o)

Gangi ykkur samt vel og vonandi tekst að koma þessu fína borði út sem fyrst.

Bestu kveðjur,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
2. febrúar 2007 14:52:14
"Afmælisgjöf"
Er ekki rétt munað hjá mér að maður gengur oftast þrjá daga framyfir með fyrsta barn (nema um fjölbura sé að ræða) 14+3=17 svo ég gæti átt von á skemmtilegri afmælisgjöf!!! En gangi þér vel með allt frænka! :)
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltad. í belginn
2. febrúar 2007 15:02:46
hæhæfrænka
hæhæ frænka gaman að heyra að ég er að
fara að fá frænda/frænku í mars
kannski akkurat á afmælisdegi mömmu?
en allt getur gerst kannski fæðist hann/hún 1.apríl hehe þá má plata hann/hana með kveðju
Oddur Smári Davíðsson/frændi
Þetta lagði Oddur Smári Davíðsson í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum