13. október 2007  #
Orlofsferð

Við mæðgur komum í dag heim úr orlofsferð á Hótel Mömmu (eða Hótel Ömmu?) á Selfossi þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í 3 nætur. Við höfðum það virkilega gott hjá ömmu og afa í Sóltúninu og hittum líka Guðbjörgu og fjölskyldu. Þórunn bloggvinkona ömmu birtist einnig óvænt ásamt manninum sínum og svo fórum við einnig í mat til Eddu og Jóns Inga.

Einhver plön höfðu verið uppi um að föndra jólakort en það varð nú eitthvað lítið úr því. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja frá því en ég byrjaði að föndra mín kort strax í janúar síðastliðnum. Já, ég veit ég er pínu skrýtin ;) Ég komst hins vegar ekki mjög langt, enda fór meðgönguþreytan nú að síga á í febrúar og krónprinsessan "skaust" í heiminn í mars svo að jólakortaföndur var ekki alveg efst í huga mér undir vorið. Nú er tíminn hins vegar allt í einu farinn að líða hratt svo að það er víst best að fara að herða sig aðeins í föndrinu ef þetta á að nást fyrir jól.

En svo ég víki aftur að Selfossferðinni, þá tóku bæði amman og mamman myndir meðan á dvölinni stóð og getið þið komist inn á þær hér að neðan.

 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
16. október 2007 13:43:04
Um að gera að byrja föndrið sem fyrst!
Og þú ert bara svona hagsýn kona frænka. Farðu vel með þig!
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltadóttir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum