22. október 2007  #
Gay for a Day!

Árshátíð Klúbbsins og Assa var haldin um helgina og var þemað í ár "Gay for a Day". Ótrúlega vel heppnuð árshátíð og frábært að við gátum öll mætt (en Bára því miður reyndar ekki fyrr en um kvöldið).

Ég fékk mér í glas í fyrsta skipti síðan á síðustu árshátíð. Ég drakk að sjálfsögðu hvorki á meðgöngunni né meðan á brjóstagjöf stóð og þorði ekki einu sinni að smakka 1 eða 2 sopa. Allur er varinn góður! Nú er Ragna Björk hins vegar hætt á brjósti svo að það var alveg óhætt að innbyrða smá guðaveigar. Drakk reyndar frekar lítið, enda ekki gott fyrir hænuhaus eins og mig að fara að hella í mig eftir meira en árs bindindi. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega dugleg að fá mér í glas, en það er alla vega gaman að hafa nú möguleikann á því aftur :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
23. október 2007 18:03:11
Gott að vita af þessu! Það var feikna fjör hjá okkur síðast!
Tökum vorferðina bara með trompi...
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum