25. október 2007  #
Ég ætla að verða varaborgarfulltrúi! :)

En hvað það var gaman að komast að því að varaborgarfulltrúar í Reykjavík, sem sitja nefndarfundi u.þ.b. tvisvar í mánuði fá 100.000 - 180.000 kr. hærri laun heldur en ég sem kennari í fullu starfi.

Og vinnum við þó fyrir sama vinnuveitandann, þ.e. Reykjavíkurborg.

En þetta er auðvitað alveg eðlilegt. Kennararnir eru svo margir að það er réttlætanlegt að borga þeim lág laun en varaborgarfulltrúarnir eru það fáir að það er allt í lagi að splæsa svolítið í þá.

Þó þeir þurfi aðeins að sinna borgarstörfunum svona inn á milli og séu í öðrum fullborguðum störfum samhliða.

Alltaf svo gaman að lesa svona fréttir :) 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
25. október 2007 15:25:12
Nú líst mér á þig. Þú ert að verða svo pólitísk í "heimadúllinu" frú Sigurrós. Það verður fjör fyrir samkennarana að fá þig aftur í hópinn. En þetta er svooo rétt hjá þér.
Þetta lagði Marta í belginn
28. október 2007 15:45:03
Kannski væri pláss fyrir okkur báðar!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
6. nóvember 2007 21:09:10
Þú verður eiginlega að blogga um þetta skemmtilega bréf sem okkur barst í vikunni frá nýja borgarstjóranum...
Þetta lagði Margrét Arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum