18. nóvember 2007  #
Brúðkaup aldarinnar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, þá var brúðkaup aldarinnar haldið í gær. Þar var því þó ranglega haldið fram að brúðkaup Jón Ásgeirs og Ingibjargar væri hið umrædda brúðkaup aldarinnar.

Þetta er auðvitað reginmisskilningur, því það var að sjálfsögðu brúðkaup Stefu og Rúnars sem var brúðkaup aldarinnar! Tja fyrir utan mitt eigið, að sjálfsögðu ;) hehe

Ég var svolítið stressuð fyrir þetta brúðkaup því ég spilaði fjögur lög við sjálfa athöfnina, inngöngulagið spilaði ég ein og svo var undirleikur fyrir þrjú einsöngslög. Þetta gekk þó allt saman vel, fyrir utan eitt hikst í inngöngulaginu þegar ég stalst til að kíkja á brúðina...

Nú er brúðkaupsárið mikla því yfirstaðið, en ég var boðin í fimm brúðkaup á þessu ári (eitt þeirra komst ég þó því miður ekki í en það var haldið í Svíþjóð).

Ég ætla því að nota tækifærið núna og óska öllum brúðhjónum ársins enn og aftur innilega til hamingju! :)

 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
18. nóvember 2007 21:45:44
Gaman að þessu...og enn skemmtilegra að vita af því að þú gefir kost á þér í undirleik!!
Þetta lagði Rakel í belginn
19. nóvember 2007 10:32:46
Já, það er nú dágott að gæsa fimm vinkonur og fara í fimm brúðkaup á einu ári. Ég óska öllum brúðhjónunum gæfu og gengis og auðvitað fær Stefan okkar og Rúnar "spes" kveðjur.
Þetta lagði Mamma í belginn
26. nóvember 2007 10:45:16
Takk fyrir okkur!
Hæ hæ og takk kærlega fyrir okkur!

Já brúðkaup aldarinnar verður í minnum haft ...þetta í Hafnarfirðinum en ekki í miðbæ Reykjavíkur ;o)

Bestu þakkir fyrir alla hjálp og spilerí og myndatökur og bara allt og allt sem þú gerðir fyrir okkur elsku Sigurrós. Hvar væri maður án svona góðra vina?

*Knús*
Þín frú Stefa Statler
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum