18. mars 2007  #
Hið ljúfa líf

Litla daman fór í fyrsta baðið á föstudaginn. Amma Ragna var viðstödd og tók myndir af viðburðinum. Líkt og hún greinir frá í bloggfærslu hjá sér þá var heilmikið fjör hjá litlu skvísunni sem kunni greinilega vel að meta baðferðina.

Annars héldum við nú í gær að amman hefði verið aðeins of bráð á sér að hæla því hvað ömmubarnið væri rólegt... Aðfararnótt laugardagsins og allan laugardaginn fram til tvö að nóttu var nefnilega komið aðeins meira líf í dömuna og hún vildi helst fá kokteilinn úr mjólkurbúi móðurinnar öllum stundum og kvartaði þegar hún átti að liggja ein í rúminu sínu og hvíla sig.

Við vissum svo sem alveg að þetta væri nú of gott til að vera satt og bjuggumst alveg eins við að hún myndi hætta að sofa svona mikið. Og þarna virtist það vera að koma í ljós.

En þetta virðist nú gengið yfir í bili og mín bara sefur vært í dag. Kannski bara vaxtarkippur í gær.

Amma Björk kíkti í heimsókn í dag og svo kom Helga Steinþórs að kíkja á okkur. Þessa fyrstu viku höfum við bara fengið nánustu ættingja í heimsókn en núna þegar við erum nokkurn veginn kominn upp á lagið með nýjar heimilisvenjur þá væri nú gaman að fara að hleypa fleirum að. Áhugasamir eru bara beðnir um að hafa samband :)

Núna seinni partinn fékk daman svo sannkallaða prinsessumeðferð. Eftir bleyjuskiptin um hálffimmleytið fengu litlar hendur og fætur nudd með ólífuolíu til að varna þurrki. Og eftir mjólkurskammtinn kl. hálfsex fékk hún handsnyrtingu og lá makindalega og svaf meðan mamman raspaði hvassar brúnir af nöglunum.

Já, þetta er ljúft líf hjá lítilli stúlku ;)

Mæðgur


Leggja orð í belg
16 hafa lagt orð í belg
18. mars 2007 21:08:01
Ussuss, hún er nú alltof ung til að vera hætt að sofa;) Örugglega bara vaxtarkippur (vonandi fyrir ykkur;)).

En já við viljum endilega kíkja í heimsókn bráðum, áður en gjöfin verður of lítil;)

Gangi ykkur vel!
Þetta lagði Ingunn í belginn
18. mars 2007 21:12:58
p.s. gleymdi alveg að lýsa yfir aðdáun minni á litlu prinsessunni. hún er algjört æði;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
19. mars 2007 09:19:24
Æði
Það er yndislegt að fá að fylgjast með ykkur hér á vefnum og litla prinsessan er algjört æði. Algjört klúður hjá manni að vera fluttur úr blokkinni en ég hugga mig við það að ég er daglegur gestur þarna og vonast til að rekast á ykkur mæðgurnar. Vonum að það gangi allt vel.
knúskveðjur úr 16
Helga Sigrún og c.o
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
19. mars 2007 12:02:13
Svefnvenjur og fæðingasögur
Þetta var bara alveg frábær fæðingasaga sem gaman var að lesa, ég fékk alveg svona fiðring á meðan, þetta rifjast upp fyrir manni um leið. Hvað varðar svefnvenjur að þá er eins gott að venjast því að alltaf þegar maður heldur að það sé kominn góður vani á hlutinna að þá breytast þeir yfir nóttu. Það verða andvökuvikur og rólegheitavikur en þær seinni er nú sem betur fer mun fleiri í heildina, þó maður muni þær fyrri mikið betur. Mikið hlakka ég til að hitta dúlluna, sem virðist sko heldur betur vakandi og með á nótunum. Hafði það gott, kv. Elva.
Þetta lagði Elva Rakel í belginn
19. mars 2007 15:26:54
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast svona með-fá þetta allt beint í æð:) Prinsessan er algjör rúsína
Knúsi-knús
Sigrún
Þetta lagði Algjör rúsína í belginn
19. mars 2007 17:42:38
Hún virkar svakalegur húmoristi híhí...
Þetta lagði Theó í belginn
19. mars 2007 22:26:33
Já takk! Við Magga og Sigga Jóh. erum búnar að sitja svolítið á okkur........alla vikuna!! Eigum eftir að kíkja á næstunni og að ósekju má daman þá láta í sér heyra - það er nú bara betra fyrir okkur!!!!:)HAHA! Hún er ógurlegt krútt!
Þetta lagði Rakel í belginn
20. mars 2007 09:55:33
Frábært hvað þú ert dugleg að setja inn myndir (enda kannski ekki við öðru að búast!). Þvílíkt gaman að skoða þær. Að sjálfsögðu las ég alla fæðingarsöguna! Alveg ótrúlegt að þú hafir bara verið á árshátíð í góðum fílíng rétt áður en allt fór af stað:D tihihihi
Þetta lagði Lena í belginn
20. mars 2007 22:16:20
Sigurrós og Jói
Til hamingju með litlu dúlluna ykkar, hún er voða sæt.
Kærar kveðjur
Brimrún Birta og Sigga
Þetta lagði Brimrún Birta og Sigga í belginn
21. mars 2007 17:51:54
Innilega til hamingju með fallegu prinsessuna ykkar :o) og gaman að geta kíkt á ykkur og fylgst með.

Kveðja úr Hlíðarhjalla
Eydís, Pétur, Einar Karl og Líney Ósk
Þetta lagði Eydís og co. í belginn
21. mars 2007 18:15:57
Dúllan
Hæ hæ! Mikið er litla dúllan flott, svo sæt að maður fær nú bara pínu eggjahljóð þó maður sé nú eiginlega nýbúin. (Ég er ekki vön að sjá mikið bleikt :o) Verð bara að kíkja fljótlega og prófa eina svona stelpu ;o)
Njótið þess að vera saman og vonandi gengur allt vel.
Kveðja frá Hildu og strákunum
Þetta lagði Hilda í belginn
21. mars 2007 18:45:47
Jiminn hvað litla prinsessan ykkar er falleg, elsku Sigurrós og Jói!!

Innilega til hamingju með hana. Ég get ekki beðið eftir því að hitta litluna ykkar:):):)

Knús...... Bára
Þetta lagði Bára í belginn
21. mars 2007 18:47:29
Alvöru prinsessur
Elsku Sigurrós mín! Til hamingju aftur, mikið eruð þið nú sætar mæðgurnar.
Ég þarf að kíkja í heimsókn við tækifæri og heilsa upp á dömuna. Verð í bandi.
Elísabet
Þetta lagði Elísabet í belginn
21. mars 2007 19:19:01
Krúttið
Mikið er þetta falleg mynd af ykkur og litla skottið er svoooo fallegt. þín er saknað í 4 SJO svo það er gaman að fá að fylgjast með ykkur.
Danni og Linda

Þetta lagði Daníel Gauti og Linda í belginn
22. mars 2007 16:11:56
Oooo varð bara að skoða hana einu sinni enn!! Hún er svoooo mikil krús :D Hlakka til að sjá ykkur vei vei vei....
Þetta lagði Theó í belginn
24. mars 2007 15:07:10
Ekkert smá dugleg að setja inn myndir- kemur reyndar ekki á óvart:) Hún er algjör rúsína og því skil ég ykkur vel að vera dugleg með myndavélina:)
Hafið það gott, kveðja úr Mosó
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum