19. apríl 2007  #
Brosað mót sumri :)

Það gengur nú ekki að vera efst á blaði með fréttir af lélegri heilsu heimasætunnar, alls ekki nógu jákvætt svona á fyrsta degi sumars.

Ég ætla því að skella hér litlu myndbandi sem ég tók í gær af "fyrsta" brosinu. Þegar mamman skreið hálfmeðvitundarlaus fram úr rúminu í gærmorgun til að skipta á prinsessunni þá fékk hún þetta líka fína bros í verðlaun. Ekki bara eitthvað prumpubros heldur alvöru meðvitað bros. Og þar sem Ragna Björk er vel uppalin og veit hvað það skiptir mömmu hennar miklu máli að festa alla stórviðburði á filmu, þá endurtók hún brosið seinna um daginn, beint framan í myndavélina.

Njótið vel og gleðilegt sumar! :)

 


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
19. apríl 2007 20:24:06
Hún sá að hún varð að brosa til að losna við þessa myndavél!!
Það er alltaf gaman þegar maður sér "hvernig bros" börnin manns hafa. Fram að fyrsta brosinu eru þau svo upptekin af því að vera bara til - svo fara þau loksins að hafa gaman að umhverfinu :)
Þetta lagði Rakel í belginn
19. apríl 2007 23:29:08
En gaman.
Mikið var gaman að fá þessa sumargjöf. Ekkert er yndislegra en fyrsta alvöru brosið. Kysstu nöfnu mína frá ömmu á Selfossi.
Þetta lagði Ragna amma í belginn
20. apríl 2007 12:32:01
Gleðilegt sumar!
Það er ekki hægt annað en að brosa með svona fallegu brosi. Takk fyrir þetta, kveðjur og knús.
Þetta lagði Anna S. Hjaltad í belginn
20. apríl 2007 16:02:37
Ææææiii múúúú! Hvað hún er sæt. Nú verður maður að koma aftur til að sjá hana performera læv ;)
Þetta lagði Theó í belginn
20. apríl 2007 17:41:30
Ohhhhh jiiii minn hvað þetta var sætt!!!! Og sú góð að vilja brosa fyrir myndavélina! Ohhh vá hvað ég hlakka til að fá svona ekta bros :):)
Þetta lagði Halla í belginn
20. apríl 2007 22:11:22
Bara strax komin í skólann.
Gaman að skoða myndirnar af ykkur í skólaheimsókninni.
Koss til nöfnu
Þetta lagði Ragna amma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum