21. apríl 2007  #
Þjóðargjöfin

Mér finnst bókaávísunin, sem Íslendingar virðast nú eiga að fá í þjóðargjöf árlega, alveg frábær hugmynd! :) Sem mikill bókaunnandi finnst mér yndislegt að fá á silfurfati afsökun fyrir því að þjóta út í bókabúð að kaupa bækur.

Ég fór í Eymundsson í dag og ákvað að kaupa mér bókina "Burt með draslið ". Held að hún sé samin sérstaklega fyrir fólk eins og mig, svona öfgafulla draslsafnara ;) Ætla að hafa hana við hendina öllum stundum og þegar heltekur mig samviskubit vegna yfirþyrmandi drasls og óreiðu á heimilinu, þá gríp ég bara bókina, les nokkra kafla og læt mig dreyma um hvernig ég mun loksins ná tökum á draslinu. Á morgun. ;) Nei nei, enga neikvæðni. Ég ætla að vera ofsalega dugleg að læra af bókinni enda sýnist mér strax við fyrstu athugun að þetta sé þrælsniðug bók og geti kennt manni margt.

En bókin kostaði ekki 3000 kr. svo að ég þurfti að finna aðra bók með til að geta nýtt ávísunina. Ákvað að endingu að kaupa aðeins fram í tímann og keypti "Barnabókina ", svaka skemmtilega harðspjaldabók fyrir Rögnu Björk. Veit nú ekki hvort hún hefur áhuga á að skoða bækur strax... en ég verð tilbúin þegar þar að kemur! :)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
22. apríl 2007 00:11:09
Ætli hún verði ekki lítill bókaormur sem lærir sjálf að lesa áður en hún fer í skóla eins og mamman.
Þetta lagði Ragna í belginn
22. apríl 2007 13:18:54
Ohhh Barnabókin er æði, og það er sko um að gera að byrja strax að fjárfesta í bókum... það er bara svo gaman að eiga nóg af þeim þegar krílunum fer að finnast gaman að fletta ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
22. apríl 2007 21:31:35
Þú verður að kenna okkur hinum trikkin með draslið!
Þetta lagði Rakel í belginn
22. apríl 2007 21:57:40
Tómas Bogi fékk bókina 100 fyrstu dýrin í jólagjöf, þá tveggja mánaða. Síðan þá höfum við lesið og skoðað saman bækur og honum finnst það æði. Gaman að horfa á myndirnar og hlusta á hljóðin í pabba sínum;)
Ég segi því bara byrja strax!!
Þetta lagði Ingunn í belginn
28. apríl 2007 12:07:57
Sendi goda kvedju ur saelurikinu. Eg var buin ad skrifa email en tad datt ut adur en eg gat sent tad svo eg for hingad. Tad er allt gott ad frett af okkur yndislegt loftslag og getur ekki betra verid. Vona ad allir hafi tad gott. Hringi um helgina. Kvedja og knus Mamma
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum