29. apríl 2007  #
Vorbörnin 2007

Var ég búin að segja ykkur að þrjár vinkonur mínar voru óléttar á sama tíma og ég? Þær eru allar búnar að eiga og vorbörnin fjögur öll komin í hraust og fín í heiminn.

Fyrst komu dömurnar tvær, Ragna Björk mín sem fæddist 10. mars og svo Nína Rakel hennar Örnu samkennara míns sem kom 21. mars.

Herramennirnir tveir komu aðeins síðar, en svo skemmtilega vill til að báðir eiga þeir útlenda feður. Hinn hálfspænski Daníel Snær hennar Höllu úr MR-hópnum kom 27. mars en hinn hálfsænski Max Emil hennar Önnu Kristínar skólasystur minnar úr Laugarnesskóla (og Laugalæk og MR) kom þó nokkru síðar, þann 25. apríl.

Hér má sjá þennan fríða og föngulega hóp barna. Eru þetta ekki algjörir gullmolar? :) Og hér með varpa ég fram þeirri áskorun að mömmurnar stofni mömmuklúbb og til að hittast reglulega og að bera saman bækur sínar um brjóstagjöf og bleyjuskipti... hmmm... hvað segið þið stelpur? ;) Gætum kannski veitt einhverjar fleiri vinkonur með lítil kríli í hópinn. :)

Vorbörninn 2007


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
29. apríl 2007 11:36:42
Heyr heyr!!! Er sko ALVEG til í svoleiðis :) Bara brilliant hugmynd. Maður hefur svo mikla þörf fyrir að tala um allt saman (enda lítið annað að gerast hjá manni ;) og ekki skemmtilegt að kaffæra vinina í barnaumræðu. Svo að ég er þvílíkt til í að hittast.
Þetta lagði Halla í belginn
29. apríl 2007 11:58:04
góðan daginn
Sæl Sigurrós
Mig langar svo í nokkrar myndir af bekknum í gegnum árin en upplausnin er svo lítill á vefnum gætir þú reddað mér???
kv,
Linda
mikið er stúlkan falleg.


Þetta lagði Linda (Danna) í belginn
30. apríl 2007 19:41:13
Kve`ja langa leid
Mikid var gaman ad sjá nýju myndirnar. Sama blíàn hér 24 á daginn og yndislegt. Eg maeli med Tenerife fyrir hvern sem er. Fyrirgefdu stafagerdina.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
1. maí 2007 20:04:49
Mikið rosalega eru þetta nú allt falleg börn :) En já ég er sko meira en til... bara segja stund og stað og ég mæti. Vona að ég sjái þig og jafnvel Rögnu Björk á fimmtudaginn :)
Þetta lagði margrét arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum