24. maí 2007  #
Brjóstaþokan á háu stigi! ;)

Ég var að lesa bókina "Nú er ég orðin mamma" um daginn en þar er fjallað um ýmislegt sem fylgir því að vera nýbökuð móðir og þar er meðal annars kafli um brjóstaþokuna tíðræddu. Ég hló mikið að tilvitnun frá móður sem sagðist hafa verið orðin svo rugluð af brjóstaþokunni að hún stóð sig að því að stinga snuðinu upp í hálfstálpaða barnið sitt meðan ungbarnið grét.

Ég verð að segja ykkur að mér fannst eiginlega ennþá fyndnara í fyrradag þegar ég rétti Jóa Rögnu Björk þar sem hann sat inni í stofu og þegar ég ætlaði að rétta honum snuðið til að hafa ef hún færi að gráta þá var hendin lögð lítillega af stað til að stinga snuðinu upp í hann sjálfan en ekki dótturina. Náði samt að stoppa mig af nógu snemma og fékk smá hláturskast enda eiginlega ekki annað hægt.

Hvað næst? Ætli ég fari að skilja símtólið eftir inni í ísskáp eins og systir mín gerði á sínu brjóstaþokutímabili? Eða fer maður kannski út í búð á náttfötunum? Endilega fylgist vel með, því ég mun sko sannarlega deila því með ykkur ef ég tek upp á einhverju fáránlegu ;) 


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
24. maí 2007 23:06:53
hehe... blessuð góða það myndi engin taka eftir því ef þú færir á náttfötunum út í búð enda er slíkur klæðnaður í tísku núna... hjá unglingunum að minnsta kosti... veit ekki alveg með nýbakaðar mæður!!!
Þetta lagði Sigrún í belginn
25. maí 2007 14:57:10
Ég er eiginlega orðin hálf fúl yfir að hafa ekki gert neitt fáránlegt af mér... ég varð greinilega ekki alvarlega fyrir barðinu á þokunni;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
27. maí 2007 11:08:44
Brjóstaþokan góða
Já hún er skemmtileg þessi brjóstaþoka, aðallega fyrir þá sem ekki þjást af henni : )
Ég sat nú eitt sinn við eldhúsborðið og ætlaði að stinga snuðinu upp í yngsta manninn, þegar sá eldri stóð við hlið mér og var að biðja um eitthvað. Ég fattaði ekki fyrr en hann sagði ítrekað mamma, með undarlegum tón að ég var að reyna að þvinga snuðinu inn fyrir varir hans. Hann stóð með samanbitnar varir og horfði stóreygur á mömmu sína. Við hlógum að þessu á eftir og gerum enn.
kv
Guðbjörg O.
Þetta lagði Guðbjörg í belginn
27. maí 2007 17:25:04
Við systurnar erum greinilega ansi duglegar í þokumálunum ;) hehe
en samkvæmt Ingunni þá kemur þetta sem sagt ekki úr föðurættinni, eða hvað? ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum