1. júní 2007  #
Kveðjustund í Laugardalnum

Nemendur mínir eru um það bil að klára skólaárið og bekkjarfulltrúarnir skipulögðu grillveislu í gær í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í tilefni af því. Mér var boðið að taka þátt og ég þáði það með þökkum, enda þykir mér óskaplega vænt um þennan fyrsta nemendahóp minn.

Þó ég hafi nú verið leyst út með þvílíkt veglegum gjöfum þegar ég byrjaði í orlofinu í febrúar, þá komu þau mér samt á óvart í gær og færðu mér alveg dásamlega gjöf. Valdar höfðu verið myndir úr öllu myndaflóðinu sem ég hef tekið af krökkunum í gegnum tíðina til að prenta í ljósmyndabók hjá Hans Petersen. Einnig hafði hver og einn nemandi samið sérstaka kveðju til mín en þær voru prentaðar inn á milli myndanna. Ég táraðist þegar ég fletti í gegnum bókina og aftur þegar ég skoðaði hana þegar ég kom heim. Það snertir mann alveg ótrúlega djúpt að vita að störf manns séu svona vel metin.

Þó ég eigi eftir að kenna heilmörgum krökkum í gegnum tíðina þá mun fyrsti bekkurinn alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta mínu.

Við stilltum okkur upp fyrir myndatöku og að venju var tekin grettumynd í lokin. Það tilheyrir nefnilega hjá okkur :)

4. SJO í Laugardal


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
1. júní 2007 22:24:58
Frábært! Verð að sjá bókina hjá þér eftir að hafa aðeins vitað af undirbúningi!
Voðalega eruð þið annars öll lík!!
Þetta lagði Rakel í belginn
1. júní 2007 22:26:02
ps.
Má til með að bæta við vangaveltum mínum um hver úr hópnum eigi eftir að kenna með þér síðar meir :)
Þetta lagði Rakel í belginn
1. júní 2007 23:06:19
Engar áhyggjur, held þú komist nú ekki hjá því að sjá bókina því ég mun sko sýna hana öllum sem ég kemst í tæri við! :)

Já, einhver sérstakur/sérstök sem þú sérð fyrir þér að komi að að kenna með okkur eftir svona 15 ár eða svo? ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
1. júní 2007 23:33:20
Alveg einstök
Bókin er algjör dýrgripur og auðvitað snertir það líka hjartað í mömmu að sjá hvað störf dótturinnar eru mikils metin.
Mikið hefur þú verið með, ekki bara góða nemendur heldur líka góða foreldra sem hafa bæði haft hugsun á og lagt á sig vinnu til að koma þessu í framkvæmd.
Þetta lagði Mamma í belginn
2. júní 2007 09:50:17
Æi þau eru nú alveg bestust :) En ég verð að bæta við einni góðri brjóstaþokusögu... því þegar Svavar kom heim í gær á eftir mér kom hann inn í hláturskasti! Heldur þú að mín hafi ekki skilið lyklana eftir í skránni á útidyrahurðinni... Geri aðrir betur :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
2. júní 2007 17:39:15
Æi hvað þetta var fallegt af þeim. Fyndið samt að ég skoðaði myndina vel áður en ég las færsluna og tók ekki eftir kennaranum. Sá bara fullt af krökkum gretta sig híhí
Þetta lagði Theó í belginn
2. júní 2007 21:26:35
Velkomin í brjóstaþokuvitleysuna, Arna ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum