27. júní 2007  #
Skrekkur hinn þriðji

Við hjónin brugðum okkur af bæ í gærkvöld og skelltum okkur í bíó meðan tengdamamma fór í barnapíuhlutverkið og sá um Rögnu Björk. Það var pínu skrýtin tilfinning að fara eitthvað saman bara tvö ein, höfum síðustu þrjá mánuðina ýmist verið öll þrjú saman eða annað okkar verið eitt með litlu skottuna.

Ragna Björk var víst mestmegnis þæg og góð við ömmu sína, þó hún hafi nú eitthvað látið í sér heyra. Hún er nefnilega aðeins farin að fatta þegar einhverjir aðrir en mamman og pabbinn halda á henni og þá er stundum kvartað. Hún er sem betur fer ekki byrjuð af neinni alvöru á "mannafælu-stiginu" og vonandi verður hún ekki alltof háð okkur...

Bíómyndin var skemmtileg, fórum á Shrek the Third í VIP-salnum í Álfabakka - ákváðum að láta það eftir okkur þar sem það er ár og öld síðan við fórum síðast í bíó. Þetta var því mjög ljúft allt saman og ég var verulega stolt af því að hafa setið áhyggjulaus og lifað mig inn í myndina. Kíkti jú á símann (sem var á silent) í hléinu en það var eiginlega bara til málamynda - hafði engar áhyggjur og vissi að daman hefði það pottþétt gott hjá ömmu sinni.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
29. júní 2007 21:51:52
ÆÆææææ.....
....hvað ég sé þetta fyrir mér - í lazyboy að horfa á Shrek - algjört æði! Hef ekki séð hana ennþá en mun pottþétt gera það :D

Svo er ég ennþá að hlæja að fundarboði Smára Smárasonar um endurskipulagninu Smárahverfis sem haldinn verður í Smáraskóla! Þetta er augljóslega drepfyndið...

Bestu kveðjur,
Stefa og grallaraspóarnir
Þetta lagði Stefa í belginn
4. júlí 2007 10:17:49
Reynið að fara sem oftast.....á meðan fólk býðst til að passa!! Þegar börnin eldast og þeim fjölgar fáið þig ekki eins mörg "boð" um pössun......!! (grín)
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum