31. júlí 2007  #
Slöpp vika en þó með smá glætu

Er búin að vera veik allan fyrri helming vikunnar og held ég sé núna loksins eitthvað að jafna mig. Fékk þessa skemmtilegu magapest sem er að ganga. Þar sem ég er með blóðþrýsting sem á frekar til að falla heldur en hitt þá líður yfirleitt yfir mig þegar ég fæ gubbupest og gerðist einmitt núna. Svo að Jói var skiljanlega heima til að sinnadóttur og veikri eiginkonu, enda kom að sjálfsögðu ekki til greina að ég svo mikið sem lyfti barninu í augnablik meðan það var hætta á að það liði aftur yfir mig. Ég lá því algjörlega rúmföst á mánudaginn og gat varla reist höfuð frá kodda. Jói skaust í apótek fyrir mig og ca. fimm mínútum áður en hann kom aftur fór Ragna Björk að hágráta og ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt að liggja við hliðina á grátandi barninu og geta nákvæmlega ekkert gert fyrir hana. Ég gat varla reist mig við til að stinga snuðinu aftur upp í hana. Ömurlegt!

En eins og ég segi þá er ég nú orðin ágæt núna. Þreytt, en mun betri.

Sólarglæta vikunnar var þó að ég fékk loks nýju Harry Potter bókina (en það er reyndar saga fyrir aðra færslu hvernig hún komst loks til skila!) og ég kláraði hana í dag. Ætla ekki að skrifa neitt um söguþráðinn þar sem mínir nánustu eru að lesa hana núna og ég vil ekki kjafta frá. Vil bara segja að bókin er góð. Verulega góð.

 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
3. ágúst 2007 14:55:42
Elsku Sigurrós mín!!
Það hefur verið ástand á heimilinu!! Er búin að vera í þessum sporum, og ég veit að þetta er alls ekkert gaman!!
Láttu þér líða vel og hlakka til að hitta ykkur mæðgur eftir helgi í labbtúr um dalinn:)
Knús Helga
Þetta lagði Helga Steinþórsd... í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum