6. ágúst 2007  #
Óvænt verslunarmannahelgi

Í veikindunum um daginn fékk ég m.a. skerandi hausverk. Tók Paratabs og Íbúfen og ætlaði að reyna að sofa en þá fyrst leið mér eins og verið væri að hamast á öllu húsinu með háþrýstidælu. Jói kíkti út um gluggann. Það var verið að hamast á húsinu með háþrýstidælu.

Málararnir eru nefnilega loksins mættir til að gera blokkina okkar fína og flotta.

Það er allt gott og blessað en núna á laugardagsmorgun byrjuðu þeir að mála gluggana með lyktsterkri lakkmálningu og gluggarnir þurftu allir að vera opnir á meðan til að hægt væri að mála kantana líka.

Við mæðgur flúðum því út af heimilinu og pöntuðum okkur herbergi á Hótel Mömmu á Selfossi. Þar vorum við í góðu yfirlæti í tvær nætur og komum heim upp úr hádegi áður en vegir færu að teppast af verslunarmannahelgarumferð. Ég hef nú lúmskan grun um að mömmu hafi ekki þótt neitt leiðinlegt að fá litlu ömmustelpuna í heimsókn ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum