7. janúar 2008  #
Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldsvoða

Það er hræðilegt að heyra af fólki sem missir allt sitt í eldsvoða, og þó hugsa ég að mesti söknuðurinn sé eftir fjölskylduföðurnum sem lét lífið.

En það er ekki síður sárt að standa allt í einu uppi allslaus og vanta allar helstu nauðsynjar, fyrir utan alla persónulegu hlutina sem fjölskyldan hefur misst í eldinum líkt og ljósmyndir og annað slíkt.

Það hljóta allir að geta látið sitt af hendi rakna í söfnunina sem hafin er, annað hvort föt, leikföng eða aðra nauðsynlega muni eða einhverja upphæð. Munum að margt smátt gerir eitt stórt, þó framlagið virðist lítið þá safnast þegar saman kemur.

Og líkt og einn bloggari benti á, að þeir sem ekki telja sig hafa neitt efnislegt fram að færa í söfnunina geta samt lagt sitt af mörkum með því að biðja fyrir fólkinu.

Fréttin af mbl.is með upplýsingum um reikningsnúmer er hér fyrir neðan: 

 

Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi

Hafin er söfnun fyrir tvo drengi sem misstu allt sitt í brunanum í Tunguseli í Reykjavík í morgun. Drengirnir eru 7 og 12 ára og að sögn fjölskylduvinar misstu þeir allar sínar eigur í brunanum og sárvantar skó og annan fatnað.

Róbert Guðmundsson er vinur fjölskyldunnar og hefur hann stofnað bankareikning í nafni annars drengjanna og segir hann að allar gjafir séu vel þegnar. Þeir sem eru hugsanlega aflögufærir með föt eða leikföng geta sömuleiðis haft samband við Róbert í síma 867 5569.

Reikningur: 0113-05-066351 Kennitala: 190796-3029


Sjá nánar á mbl.is:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/07/sofnun_fyrir_drengi_sem_bjorgudust_ur_eldi/

 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum