21. mars 2008  #
Amma Bagga

Föðuramma mín hún amma Bagga, eins og við kölluðum hana, lést í gær eftir löng veikindi. Það er alltaf sorglegt þegar einhver nákominn deyr en af því hún var búin að vera mikið veik og þjáð þá er ekki hægt annað en að þakklátur þegar hvíldin loksins kemur.

Ég set hér tiltölulega nýlega mynd af ömmu sem Magnús mágur minn vann í Photoshop. Hún amma Bagga var alltaf glæsileg kona og þó hún sé orðin nokkuð öldruð á þessari mynd þá er hún samt svo fín og flott :)

Amma Bagga

Einnig verð ég að leyfa að fljóta með mynd sem ég tók út um stofugluggann þegar mamma var búin að hringja í mig til að láta mig vita að amma væri dáin. Það var svo fallegur himinninn með bleikum skýjum. Ég er alveg klár á því að amma og pabbi hafa verið að hittast á ný og litað himininn svona flott! :)

Bjarmi


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
21. mars 2008 20:39:21
Samúðarkveðjur til ykkar úr Ljósalandinu.
Þetta lagði Rakel í belginn
2. apríl 2008 22:54:59
Samhryggist þér elsku vinkona.
Kv
Helga Sigrún og strákarnir
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum