3. apríl 2008  #
Jongbloets

Það er búið að vera heilmikið líf og fjör hér í Betrabóli undanfarið. Á páskadag komu góðvinir okkar frá Hollandi, Jongbloets-fjölskyldan, í heimsókn til að dvelja hjá okkur í 9 daga. Eins og við var að búast var þetta frábær tími, allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir smá heilsuvandamál, en Ragna Björk var nýbúin að næla sér í barkabólgu þegar þau komu og gubbupest lét á sér kræla á heimilinu undir lok dvalarinnar... og er eiginlega ekki alveg farin enn...

Ragna Björk og Evy nutu þess að leika sér saman og það var gaman að sjá hvað þær lærðu báðar mikið á samverunni og voru orðnar duglegri í samskiptunum undir lokin.

Við fullorðna fólkið náðum líka vel saman líkt og áður en þetta er nú í 3. sinn sem við erum öll saman - og eiginlega bara í 2. sinn því að þegar við fórum út til að vera við brúðkaup Jolöndu og Jeroen þá hittum við þau nú í raun ekki mjög mikið nema í margmenni.

Við Jolanda vorum öflugar í myndatökum eins og alltaf og afraksturinn má sjá hér. Einnig voru teknar nokkur stutt myndbandsbrot sem eftir á að klippa saman en það er kannski smá bið í að ég nái að gefa mér tíma í það.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
5. apríl 2008 16:42:23
Það var mjög gaman að hitta Jolöndu og fjölsk. Leiðinlegt að heilsufarið hafi ekki verið betra á mannskapnum meðan á heimsókn stóð. Batakveðjur til Rögnu Bjarkar og Jóa
Guðbjörg
Þetta lagði Guðbjörg O í belginn
26. apríl 2008 23:33:07
Er mín bara alveg hætt að blogga?
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum