2. júlí 2008  #
Með demanta á skósólunum

Fór með Assa, Elvu og Jóhönnu á Paul Simon tónleikana í gær. Tónleikarnir voru mjög góðir og fín stemning. Kappinn sjálfur og hljóðfæraleikararnir hans voru eitthvað svo afslappaðir og greinilega bara komnir í Höllina til að skemmta sér um leið og þeir skemmtu öðrum. Engir stjörnustælar þarna á ferð.

Þeir spiluðu nokkur lög sem ég geri ráð fyrir að séu af nýju plötunni og þau voru í stíl við annað frá Paul Simon, fínustu lög. En það er nú samt bara þannig að það er miklu skemmtilegra að heyra lögin sem maður þekkir svo vel og elskar. Og við fengum heilmikið af þeim :) Það var svaka stemning þegar lög eins og The Boxer, Sound of Silence, You Can Call Me Al og Diamonds on the soles of Her Shoes voru spiluð. Þeir voru klappaðir upp tvisvar og við fjórmenningarnir hefðum sko alveg verið til í að klappa áfram þar til þeir kæmu á sviðið einu sinni enn, en þá voru ljósin kveikt og showið greinilega búið.

Mér fannst að það hefði mátt vera sýningartjald til hliðar með stækkaðri mynd af því sem var að gerast á sviðinu, því við vorum í sætum og mig langaði svo að sjá framan í Palla kallinn. Mbl.is bætti svo reyndar úr því og birti þessa fjörugu mynd af tónleikunum :) 

Paul Simon


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
3. júlí 2008 07:32:04
vá þetta voru æðislegir tónleikar, vorum sko ekki svikin af Palla kallinum :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
3. júlí 2008 19:20:33
Ooooo hvað þetta er djúsí titill á bloggi. Gaman að þið skemmtuð ykkur :D.
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum