9. ágúst 2008  #
Sumarfríið styttist

Hið alræmda kennarasumarfrí tekur nú brátt enda. Ég á eina viku eftir og byrja að vinna aftur þann 15. ágúst. Vikan verður pottþétt þrælskemmtileg enda erum við á leið í sumarbústað með tengdamömmu og manninum hennar. Þar er planið að fara í heitan pott, púsla, lesa, borða góðan mat, leika við Rögnu Björk að sjálfsögðu og margt fleira. Ég hlakka þvílíkt til, enda er þetta fyrsta "ferðalagið" okkar í sumar.

Við kíktum reyndar aðeins í Sælukot um verslunarmannahelgina og ég hjálpaði frændsystkinum mínum að henda niður birkitrjám í nýja ömmulundinn sem við erum að búa til. Mamma bloggar um þennan dag hér.

En þó það sé að sjálfsögðu mjög indælt að vera í fríi þá hlakka ég samt líka til að byrja að vinna aftur. Ég var eiginlega ennþá í vinnugírnum þegar sumarfríið byrjaði af því ég var svo nýkomin úr árslöngu fæðingarorlofinu. Þannig að þetta var ekki alveg eins og vanalega þegar langþráð sumarfríið getur eiginlega ekki komið of snemma svo að hægt sé að hlaða batteríin. Við systurnar erum báðar að fara að kenna 1. bekk og erum því mjög samtengdar í þessum málum núna :) Höfum verið að dútla við að föndra námsgögn í sumar og mér sýnist við báðar jafnspenntar að byrja að kenna. Við segjum líka alltaf að við höfum gerst kennarar svo við getum verið áfram í grunnskóla ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12. ágúst 2008 20:22:23
Ójá....þetta er að verða búið! Næsta sumarfrí hjá okkur verður nú styttra....!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum