16. febrúar 2009  #
Lungnabólga

Ég er búin að hafa það frekar skítt síðustu vikuna. Fyrri part síðustu viku var ég að farast af vöðvabólgu, þrælstíf í öxlum og höfuðið eins og klemmt í bekkpressu. Var heima síðasta fimmtudag til að jafna mig af því og þegar ég ætlaði í vinnu á föstudeginum kom í ljós að ég er komin með lungnabólgu!

Sem sagt, frekar skítt.

Ég á að vera áfram heima í dag og á morgun, en hitti á morgun lækni sem ætlar að tékka hvernig batinn gengur og þá fæ ég að vita hvenær ég má fara aftur að vinna.

Svo að mitt helsta verkefni núna er að taka sýklalyf, hvíla mig, lækka hitann niður í eðlileg mörk, berjast við hósta og reyna að ná einhverri orku aftur.

Gaman gaman...


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
16. febrúar 2009 19:45:49
Það á ekki af fjölskyldunni að ganga!
Það er nú meira hvað veikindin knýja dyra - sendi hér með einn stóran skammt af sýklalyfjum í formi knúss og kossa með ósk um skjótan bata :D

Þín Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
17. febrúar 2009 21:24:25
Hreint ömurlegt að vera með hita í marga daga í röð - gæti reyndar verið vöðvaslakandi svona eftir á að hyggja!?!
Vonandi fer þetta að verða búið hjá ykkur!
Þetta lagði Rakel í belginn
17. febrúar 2009 21:36:39
Stefa: Takk fyrir sýklalyfjaknúsið, flott að leyfa því að virka samhliða hinu :)

Rakel: Sem betur fer virðist hitinn loks að hverfa í dag, en í staðinn hef ég fengið ósköp "gleðilegan" og stanslausan hósta. Enda á ég að hvíla mig áfram og má ekki fara til vinnu fyrr en á mánudag. Sem þýðir líka... já... ég missi af föstudagskvöldinu :(
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum