|
2. ágúst 2003 # Ágætis byrjun á verslunarmannahelginni Ætli það sé ekki bara jákvætt þegar maður er svo upptekinn í félagslífinu að maður hefur ekki einu sinni tíma til að blogga almennilega? ;) Það held ég. Alla vega heyrði ég einhvers staðar að það væri yfirleitt boring fólkið sem héldi dagbók, þessir áhugaverðu væru alltof uppteknir við að lifa lífinu. Og ég er ekki frá því að það sé rétt, alla vega hef ég alltaf verið voða dugleg að halda dagbók... ;) hehe En sem sagt... Við Stefa fórum á heilmikið búðarrölt í gær milli kl. 12 og 16 og búðarröltið spannaði þrjú bæjarfélög, þ.e.a.s. allt frá Kópavogi til Mosfellsbæjar. Virkilega skemmtilegt ;) Þurfum endilega að skella okkur á svona búðarrölt einhvern tímann aftur. Um kvöldið fórum við svo út að borða á Lauga-ás í fylgd unnustanna okkar þar sem við fengum góðan mat og höfðum það virkilega kósí. Að kvöldverði loknum lá leiðin niður á Austurvöll þar sem við skoðuðum myndasýninguna loksins almennilega. Röltum því næst yfir í tívolíið þar sem Stefa var hetjan í hópnum og skellti sér í eitthvert hryllingstæki. Við hin skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með henni og hlusta á ópin ;) hehe Loks enduðum við á Litla ljóta andarunganum þar sem sátum heillengi og spjölluðum um heima og geima. Ég sá að við Stefa eigum báðar menn sem vita eitthvað um allt og oftar en ekki sátum við bara og kinkuðum ráðvilltar kolli meðan þeir tjáðu sig um eitthvað sem við vissum mest lítið um. Held þetta kallist Johnny-Cash-syndrome hahahahaha Í dag brunuðum við Jói hins vegar á Selfoss stuttu eftir hádegi. Þar eyddum við deginum í Sóltúninu hennar mömmu í letikasti miklu og fengum roknarinnar grillveislu. Sólina og steikjandi hitann sem við yfirgáfum í borginni var reyndar hvergi að finna á Selfossi, en það var hlýtt og engin rigning og sólin lét nú sjá sig öðru hvoru. Kvöldsólarlagið lokkaði okkur (mömmu, Hauk, Jóa og mig) síðan út í göngutúr um bæinn. En nú ætla ég að koma mér almennilega fyrir inni í stofu og lesa í góðri bók áður en við förum í háttinn. Held þessi verslunarmannahelgi lofi nú bara góðu :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!