Leikur að læra

Frá því um haustið 2003 hef ég gegnt starfi kennslukonu við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur líklega ekki mikið á óvart að þessi starfsgrein hafi orðið fyrir valinu hjá mér, ég efast um að ég hefði getað komist undan kennarakölluninni þó ég hefði reynt. Þegar næstum allir ættingjarnir eru í kennarastéttinni þá grunar mann að þetta hljóti einfaldlega að vera í genunum og það þýðir lítið að streitast á móti.

Menntun og reynslu til að takast á við þetta krefjandi hlutverk hef ég sótt í Kennaraháskóla Íslands og lífið sjálft.
Mér hefur alltaf fundist óþarfi að hver og einn sé að finna upp hjólið í sínu horni og hef ég því alltaf reynt að deila mínum "hjólum" með samferðafólki mínu. Hluta af mínu efni er að finna hér á síðunni, bæði glósurnar mínar úr KHÍ sem og ýmislegt kennsluefni sem ég hef búið til eða sankað að mér.

Njótið vel! :)