18. júní 2006  #
Sigurrós: 0 stig

Hæ hó og jibbí jei...eða þannig.

Held ég geti með fullri vissu sagt að þjóðhátíðardagur gærdagsins hafi verið sá ömurlegasti í manna minnum á mínu heimili.

Var orðið ómótt á föstudagskvöldið og um miðnætti ákvað maginn að senda mat dagsins upp sömu leið og hann kom... Svo að ég eyddi nóttinni að miklum hluta inni á baðherbergi. Átökin voru þvílík að blóðþrýstingurinn gjörsamlega hrundi og það leið 6 sinnum yfir mig um nóttina. Jói greyið átti fullt í fangi með að grípa mig og reyna að halda mér svo ég slasaði mig ekki meðan ég sat eða lá einhvers staðar meðvitundarlaus. Er reyndar með ákaflega auman blett á hægri öxl enda skall ég á klósettbrúnina við fyrsta yfirlið sem kom það óvænt.

Næturlæknirinn sem Jói pantaði kom u.þ.b. einum og hálfum tíma síðar og staðfesti að þetta væri bara einhver leiðinda ælupest og gaf ráðleggingar um vökva og mat til að ná blóðþrýstingnum upp.

Allan gærdaginn lá ég sem sagt uppi í rúmi og sötraði Powerade með uppþvottalögslit, smá kjúklinganúðlusúpu og nartaði í saltkex og epli í flögum (ostaskerinn sniðugur í þessu tilfelli!). Ég lfór varlega fram úr upp úr hádegi en leið strax út af svo að ég fékk ekki fara aftur fram úr fyrr en blóðþrýstingurinn hafði hækkað.

Var örlítið farin að skána rétt undir nóttina, þó þá hafi nú reyndar hiti bæst við, og nú er ég svona nokkurn veginn í lagi. Hlakka alla vega til að fá mér eitthvað að borða, er orðin veeeel svöng!

Og til að kóróna gærdaginn þá giskaði ég svo heimskulega á alla HM-leiki dagsins að ég fékk 0 stig af 15 mögulegum! :(


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18. júní 2006 14:01:54
Söknuðum þín
Vonandi nærðu fljótt að safna kröftum eftir þetta Sigurrós mín. Gott að eiga góðan mann sem passar þig svona vel. Við söknuðum þín í gær.
Kær kveðja og knús,
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum