Kennaraháskólinn

Haustið 2000 steig ég í fyrsta skipti inn í Kennaraháskóla Íslands sem kennaranemi. Ég var svo einstaklega heppin að lenda í D-bekk sem reyndist vera einn samheldnasti bekkurinn skólans. Að fyrsta árinu loknu fór ég á yngri barna kjörsviðið þar sem ég kynntist ennþá fleiri skemmtilegum stelpum.
Vorið 2003 útskrifaðist ég úr skólanum og þó ég hlakki virkilega til að byrja að kenna þá verð ég að viðurkenna að ég á eftir að sakna tímans í Kennó...