The Labyrinth

Ég er löngu búin að missa töluna á þeim skiptum sem ég hef horft á hina mögnuðu "Labyrinth". Guðbjörg fór með litlu systur á hana í bíó á sínum tíma (ég hef líklega verið 7 ára þar sem myndin kom út árið 1986) og myndin töfraði mig léttilega upp úr skónum. Ég hafði aldrei áður séð svo magnaðar tæknibrellur og lifði mig gjörsamlega inn í ævintýrið. Ekki skemmdi síðan fyrir að ég varð bálskotin í David Bowie! Þrátt fyrir að hann hafi í rauninni litið út eins og afturgengin fuglahræða í myndinni... Ég fæ samt ennþá fiðring í magann og hnén þegar hann birtist á skjánum í þessari mynd.

The Labyrinth á IMDB