Það koma eiginlega engin jól nema ég nái að horfa á Prúðuleikarana í hinni sígildu sögu Charles Dickens um hinn kaldlynda Skrögg. Hvað kemur manni betur í jólaskap en Gunnsi, Rizzo, Kermit, Svínka, syngjandi grænmetið og allir hinir Prúðuleikarnir. Já, ég bara spyr! ;) Er að verða búin að horfa á gömlu upptökuna mína upp til agna svo að eftir síðustu jól (2004) pantaði ég mér DVD-diskinn og bíð spennt eftir að vígja hann þegar aðventan verður skollin á.
The Muppet Christmas Carol á IMDB