Svo fögur bein

svo.fogur.bein.jpgSvo fögur bein eftir Alice Sebold er áhrifamikil og mögnuð bók. Sögumaður bókarinnar er unglingsstúlka sem hefur verið hrottalega myrt af nágranna sínum. Fjölskyldan veit ekki alveg hver örlög hennar hafa verið en hefur sínar grunsemdir gagnvart nágrannanum. Sögumaðurinn fylgist með þeim í sorginni og segir okkur einnig frá lífinu fyrir handan.