Hljóðsaga I - Litlu indíánarnir

Einu sinni langt í burtu í indíanalandi voru tveir litlir indíánar, stelpan Imiúk og strákurinn Imari. Þau voru bestu vinir. Imiúk var dóttir indíánahöfðingjans en hann bjó í stærsta indíánatjaldinu.

Einn daginn þegar Imiúk og Imari voru að leika sér heyrðu þau eitthvert væl á bak við eitt indíánatjaldið. Þau fóru að gá og þar var lítill bjarndýrshúnn. Imiúk og Imari tóku litla húninn og fóru að leita að birnunni, mömmu hans. Þau kunnu að rekja spor dýra og þau eltu slóð litla húnsins hátt upp í fjall. Þar fundu þau helli þar sem fimm litlir húnar voru að leik. Þau skyldu litla húninn eftir hjá þeim og földu sig bak við stóran stein. Eftir smá stund komu nokkur stór bjarndýr innan úr hellinum og sóttu alla húnana.

Indíánarnir þurftu ekki að flýta sér tilbaka svo þau ákváðu að leika sér á fjallinu. Þau eltu fiðrildi og týndu sér indíánafjaðrir sem stórir fuglar höfðu misst víðs vegar á fjallinu. Þau týndu líka smávegis illgresi handa Iggalú töfralækni til að hann gæti soðið töfraseyð. Imari fann glitrandi gimstein sem hann gaf Imiúk af því þau voru svo góðir vinir. Síðan lágu þau og horfðu upp í himininn

Nú voru litlu indíánarnir orðnir svangir. Þau sáu uppi á fjallinu að það var farið að elda vegna þess að reykur barst upp úr indíánatjöldunum. Þau flýttu sér niður af fjallinu og þá fundu þau þennan góða ilm sem alltaf kom þegar mömmur þeirra elduðu ilmandi góðan graut.

“Þetta er iiiiiiiiiiiindæll ilmur”, sagði Imiúk.

Já, Imari var henni innilega sammála. Síðan flýttu þau sér inn í indíánatjöldin til að borða.

 

© Sigurrós Jóna Oddsdóttir