Hljóðsaga O - Olla lirfa (þýðing á sögunni um lirfuna svöngu)

Í garðinum hjá þeim Oddnýju og Olgeiri er að finna ofboðslega stórt og fallegt tré. Sagan sem ég ætla að segja ykkur gerðist einmitt í þessu tré hjá þeim Oddnýju og Olgeiri.

Það var nótt og í tunglsljósinu glitti í ofurlítið egg sem lá á einu laufblaði trésins. O þetta var spennandi. Hvaða egg var þetta eiginlega? Jú, morguninn eftir þegar sólin teygði úr sér eftir svefn næturinnar hitaði hún eggið á leið sinni til himins. Hitinn varð þess valdandi að eggið klaktist út og á sunnudegi skreið úr því lítil lirfa. Þetta var ekki hvaða lirfa sem er, þetta var hún Olla lirfa og hún var ofboðslega svöng. Hún lagði af stað að leita sér að mat. Ooooooo hvað hún var svöng. En Olla dó ekki ráðalaus og hún fann ofsalega mikið af hollum og góðum ávöxtum sem hún borðaði með bestu lyst.

Á mánudeginum fann hún epli. Mikið var hún svöng. Olla sagði "Ooooooo mikið er þetta ofboðslega girnilegt epli" og svo borðaði hún sig í gegnum það.

Á þriðjudeginum var hún ofboðslega svöng og nú fann hún tvær perur. "Ooooooo mikið eru þetta ofboðslega girnilegar perur" sagði Olla og borðaði sig í gegnum þær báðar.

Á miðvikudeginum var Olla viss um að engin lirfa gæti verið svona ofboðslega svöng eins og hún. En þá fann hún 3 plómur. "Ooooooo mikið eru þetta ofboðslega girnilegar plómur" sagði Olla og borðaði sig í gegnum þær allar.

Á fimmtudeginum skreið Olla um og hugsaði að það væri skrýtið hvað hún væri alltaf ofboðslega svöng. En heppnin var með henni. Hún fann 4 jarðarber. "Ooooooo mikið eru þetta ofsalega girnileg jarðarber" sagði Olla þegar hún sá þau og svo borðaði hún sig í gegnum þau öll fjögur.

Á föstudeginum var vinkona okkar hún Olla enn ofursvöng. Olla skildi ekki hvernig á þessu stæði. En heppnin var með henni og nú fann hún 5 appelsínur. "Ooooooo mikið eru þetta ofsalega fallegar og girnilegar appelsínur" sagði Olla og borðaði sig svo í gegnum þær allar.

Raunum Ollu var þó ekki enn lokið, hún var enn svöng. En á laugardeginum þá lenti hún aldeilis í veislu. Krakkarnir þeirra Oddnýjar og Olgeirs, þau Olga og Oddur, höfðu skilið dyrnar eftir opnar þegar þau fóru út að leika sér og Olla fór rakleitt inn. Fjölskyldan var nýbúin að borða og á borðina var mikið um kræsingar.

"Ooooooo mikið er girnilegaur matur á borðum hér", sagði Olla og byrjaði síðan að borða.

"Ooooooo," sagði Olla og borðaði sig í gegnum kökusneið, íspinna, gúrku, ostbita, pylsu, sleikjó, eplapæ, bjúgu, muffins og melónubita.

Það verður að segjast eins og er að nóttina á eftir allt veisluátið var Olla nokkuð slæm í maganum. Og af og til alla nóttina mátti heyra í Ollu: "Ooooooo, aumingja stóri maginn minn."

En næsta dag, sunnudag, þegar Olla var vikugömul var hún búin að jafna sig af magaverkjunum og var aftur orðin svöng. En þá sá hún þetta fallega og girnilega laugblað og hún sagði "Ooooooo mikið er þeta fallegt og ofboðslega girnilega laufblað" og hún borðaði sig í gegnum það fimm sinnum. Þegar hún var búin að því leið henni mjög vel.

Núna var hún ekki svöng lengur og hún var ekki heldur lítil lirfa lengur, hún var feit og södd lirfa. Olla gerði nú það sem allar lirfur eins og hún gera þegar þær eru orðnar saddar. Hún byggði hús utan um sig sem kallast púpa og hún hélt sig þar næstu tvær vikurnar.

En þá bjó hún til ofurlítið gat á púpuna (húsið sitt) og þröngvaði sér út. Ooooooo nú varð ég hissa, vitið þið hvers vegna krakkar?

Olla hafði breyst úr lítilli svangri lirfu í ofsalega litríkt og fallegt fiðrildi.

En enn í dag þegar Olla er svöng og hún finnur eitthvað gott að borða má heyra hana segja Ooooooo...

 

© Brynhildur, Erla, Sigurrós og Steinunn