Hljóðsaga R - Rúna frænka

Það er rok og rigning úti. Anna og Atli eru úti í garði. Þau eru í regnkápum og regnbuxum. Þau nota hrífu til að raka með.

Nú hættir að rigna og regnbogi birtist á himninum. Hann er gulur, rauður, grænn og blár. Hvernig skyldi regnboginn verða til?

Þarna kemur Rúna frænka. Hún er með rauða regnhlíf. Það er erfitt að vera með regnhlíf í roki.

Krakkarnir ætla að drífa sig til Rúnu frænku og rabba við hana en þá birtist Tryggur, hundurinn úr næst húsi. Tryggur hrekkur við þegar hann sér regnhlífina hennar Rúnu og verður reiður. Hann urrar á Rúnu frænku: RRrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!

Rúnu frænku bregður rosalega þegar Tryggur urrar á hana því hún er svo hrædd við hunda. Hún hleypur þess vegna hratt framhjá krökkunum og beint inn í húsið hennar Önnu og Atla. Anna og Atli sussa á Trygg og flýta sér svo inn til að róa Rúnu frænku niður.

 

© Brynhildur, Erla, Sigurrós og Steinunn