Hundraðdagahátíð

Fyrsta daginn í 1. bekk er hafist handa við að telja rör fyrir hvern dag sem krakkarnir eru í skólanum. Þegar rörin eru orðin 10 eru þau fest saman í búnt með tíu og hugtökin eining og tugur eru kynnt. Þegar tugabúntin eru orðin 10 og hundrað rörum hefur verið náð er haldin hundraðdagahátíð.

Það er ýmislegt hægt að gera skemmtilegt á hundraðdagahátíðinni og hér fyrir neðan má finna nokkrar hugmyndir. Það er í lagi að segja krökkunum að þegar rörin séu orðin 100 verði eitthvað öðruvísi gert í skólanum. Passa samt að gera ekki of mikið úr hundraðdagahátíðinni fyrirfram - nemendur mínir voru farnir að velta fyrir sér hvort það yrði kannski tívolí... ;)

Hollt nammi í boði
Hollt nammi af 10 tegundum er sett í 10 skálar. Hver nemandi má fá sér 10 stk. af hverri tegund (þ.e. 1 tug) þar til hann er kominn með 100 stk. af nammi. Best er að hafa nammið sem hollast, en við urðum reyndar uppiskroppa með hugmyndir að hollu nammi áður en við náðum 10 tegundum. Hlaupkarlar og önnur óhollustu fékk því að fljóta með - krökkunum fannst það reyndar ekkert leiðinlegt... ;) Við fórum og keyptum nammið á laugardegi því þá eru flestar búðir með 50% afslátt af nammibarnum sínum.

  • Rúsínur
  • Saltstangir
  • Salthnetur (passa að enginn sé með ofnæmi)
  • Cheerios
  • Coco puffs
  • Snakkskrúfur
  • Súkkulaðidropar
  • Hlaupkarlar
  • Smarties
  • Poppkorn
  • Vínber

Hátíðarhattar
Nemendur búa til hundraðdagahatta úr dagblöðum eða kartoni. Einnig mætti búa til kórónu.
Talan 100 er skrifuð á kartonhring og límd á hattinn eða kórónuna.

100 hluta sýning
Hver nemandi kemur með 100 af einhverju í skólann (pastaskrúfur, bréfaklemmur eða anna). Hlutunum er stillt upp til sýningar á borði í horni skólastofunnar. Einnig er hægt að vinna ýmis talningaverkefni með hlutina.

Hátíðarball
Slegið er upp dansleik, t.d. á sal, þar sem spiluð er fjörug tónlist og nemendur og kennarar tjútta saman.

Hundraðdagabíó
Horft á videomynd sem á einhvern hátt er hægt að tengja tölunni 100. T.d. 101 dalmatíuhundur.

Hundraðdagasaga
Lesin saga sem á einhvern hátt er hægt að tengja tölunni 100. T.d. "Hundrað ára afmælið".

Hugmyndir ýmissa skóla
Melaskóli
Árbæjarskóli

Myndir
Myndir frá hundraðdagahátíð 1.SJO 2003 - 2004