Min ven Thomas

min.ven.thomas.jpg

Aldrei hefði ég getað trúað því að bók á dönsku ætti eftir að heilla mig. Enda valdi ég mér ekki sjálf að lesa hana heldur var hún á leslistanum í 4. bekk í MR. En viti menn, hún náði mér gjörsamlega á sitt vald og mig minnir að ég hafi meira að segja fellt tár undir lokin. Þarf endilega að kíkja á hana aftur við tækifæri, þ.e.a.s. ef ég kann ennþá að lesa á dönsku ;)