Harry Potter

Það þarf ekki að undra neinn sem þekkir mig að Harry Potter bækurnar urðu strax meðal minna uppáhaldsbóka. Ég elska að sogast inn í ævintýraheiminn sem J.K.Rowling hefur skapað. Hún hefur hugað að hverju smáatriði og nær auðveldlega að sannfæra lesandann um að þessi heimur sé virkilega til. Bíómyndirnar sem gerðar hafa verið eftir bókunum ná vel að fanga ævintýrabjarmann. Því miður er samt mörgum atriðum úr bókunum sleppt á hvíta tjaldinu til að myndirnar verði ekki of langar. En ég segi nú bara fyrir mig að ég myndi alveg vilja horfa á nokkurra klukkutíma mynd eftir bókunum um Harry Potter.

harry.potter.1.jpg    harry.potter.2.jpg    harry.potter.3.jpg    harry.potter.4.jpg

harry.potter.5.jpg    harry.potter.6.jpg