Bí, bí og blaka

Bí, bí og blaka
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.

Bíum, bíum bamba,
börnin litlu þamba
fram á fjallakamba
að leita sér lamba.


                    Þjóðvísa - Höfundur ókunnur