Þýtur í laufi

Þýtur í laufi, bálið brennur.
Blærinn hvíslar: sofðu rótt.
Hljóður í hafi röðull rennur
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur, gaman
gleðin hún býr í fjallasal.


Höfundur: Tryggvi Þorsteinsson