Vorvindar glaðir

Vorvindar glaðir,
glettnir og hraðir
geysast um lundinn rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa
hjala og hoppa
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjön.
Hjartað mitt litla, hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður,
kætir og gleður
frjálst er í fjallasal.


                    Höfundur: Helgi Valtýsson