Nú gaman, gaman er
í góðu veðri að leika sér,
og fönnin hvít og hrein
og hvergi sér á stein.
Ó já, húrra tra la la.
Svo bind ég skíði á fiman fót
og flýg um móa og grjót.
Húrra, húrra, húrra.
Og hér er brekkan há
nú hleypi ég fram af, lítið á
og hríðin rýkur hátt,
ég held það gangi dátt.
Ó já, húrra tra la la.
Á fluginu mitt hjarta hló
ég hentist fram á sjó.
Húrra, húrra, húrra.
Sú brekka þykir brött
og best að ganga yfir hól
en ég tel ekki neitt
þó ennið verði sveitt.
Ó nei, tra la la la.
Ég ösla skaflinn eins og reyk
og uni vel þeim leik.
Húrra, húrra, húrra.
Höfundur ókunnur