Litlu andarungarnir

Litlu andarungarnir allir synda vel,
allir synda vel.
Höfuð hneigja í djúpið
og hreyfa lítil stél,
höfuð hneigja í djúpið
og hreyfa lítil stél.

Litlu andarungarnir ætla út á haf,
ætla út á haf.
Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf,
fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.


                    Höfundur ókunnur