Litirnir

Grænt, grænt, grænt
er grasið úti í haga.
Grænt, grænt, grænt
er gamla pilsið mitt.
Allt sem er grænt, grænt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Jón á Grund.

Gul, gul, gul
er góða appelsínan.
Gul, gul, gul
er gamla húfan mín.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Kínverjann.

Rauð, rauð, rauð
er rósin hennar mömmu.
Rauð, rauð, rauð,
er rjóða kinnin mín.
Allt sem er rautt, rautt,
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Indjánann.

Svart, svart, svart
er sjalið hennar frænku.
Svart, svart, svart
er litla lambið mitt.
Allt sem er svart, svart
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn litla svertingjann.


                    Höfundur ókunnur