Í dýragarð ég fer

Pabbi ætlar út með mér á morgun,
mér á morgun, mér á morgun.
Pabbi ætlar út með mér á morgun,
viltu koma með?

Viðlag:
Í dýragerð ég fer, fer, fer
þar feikna gaman er, er, er.
Ég þangað fer með þér, þér, þér
ef þú kemur með mér, mér, mér.

Þar í rimlabúri er indæll api
sem alltaf er í voða góðu skapi
hann sprellar því þetta er algjör api,
hann er svo sniðugur.

Viðlag

Þarna er líka voða sætur selur
sem í köldu vatni alltaf dvelur
því hann er syndur eins og selur
og svamlar nótt sem dag.

Viðlag

Þarna er líka latur asni
hann liggur stundum flatur sá asni
hann lætur aldrei eins og asni
en er svo rólegur.

Viðlag

Í hita sumardagsins ég hoppa sveittur
uns halla fer að kvöldi, er ég breyttur
ég fer þá að geispa því ég er þreyttur
og ég vil fara heim.

Í dýragarð ég fór, fór, fór.
Nú fótinn meiðir skór, skór, skór.
Ég er syfjaður og sljór, sljór, sljór.
Í dýragarð ég fór, fór, fór.

En ég fer þangað aftur eftir viku,
eftir viku, eftir viku.
Ég fer þangað aftur eftir viku
og viltu koma með?

Viðlag


                    Höfundur: Ómar Ragnarsson