3. desember 2002  #
Öfugum megin rúmstokksins

Ég er snillingur, algjör snillingur!...eða hitt þó heldur... Hrökk upp með andfælum kl. hálfsex í morgun við það að efsti hluti hússins ...þ.e.a.s. við í risinu... virtist vera að fjúka burt í gífurlegum stormi. Fyrsta sem ég hugsaði var að ég mundi að annar svalaglugginn í stofunni væri opinn frá því í gær. Svo ég rauk auðvitað upp til að loka honum, ekki vildi ég nú að vindurinn þeytti upp glugganum og skemmdi fínu munina sem ég er með á gluggakistunni. Nú, ég æði ringluð og í svefnrofunum inn í stofu og loka glugganum sem var nú reyndar bara með smá rifu og viti menn, hvað haldið þið að ég geri? Ég rek olnbogann í fínu, háu glerkönnuna sem hún elsku amma mín heitin átti og umrædd kanna dettur á gólfið og splundrast í óteljandi parta. Húrra fyrir Sigurrós! :(
Síðan tókst mér að hella appelsínudjús yfir Moggann meðan ég borðaði hádegismatinn. Ég hef greinilega farið eitthvað öfugum megin fram úr rúminu...!

Gleðifréttir dagsins eru þó að baðvaskurinn er ekki lengur stíflaður. Bjarni frá stíflulosun Bjarna kom og reddaði málunum. Takk fyrir :)
Einnig get ég glaðst yfir að Læsispróf er búið og ég get farið að einbeita mér fyrir alvöru að aðferðafræðinni. Gaman gaman... :/


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum